Hljómsveitin Vor

Grundfirska stjönumessan á Broadway sem haldin var um síðustu helgi heppnaðist mjög vel. Á sjötta hundrað gestir mættu á sýninguna þar sem tónlist og söngur grundfirskra listamanna ómaði um salinn. Að sýningu lokinni tók við dansleikur með hljómsveitinni Vor sem stóð langt fram á nótt. Ekki er annað að heyra en að allir hafi verið yfir sig ánægðir með kvöldið og mega Grundfirðingar svo sannarlega vera stoltir af þessari frábæru frammistöðu Vorgleðihópsins. Grundarfjarðarvefurinn vill færa 12 manna hljómsveit og 27 söngvurum hópsins bestu þakkir fyrir gott innlegg í menningarlíf Grundfirðinga (og Reykvíkinga!!) og óskar þeim innilega til hamingju  með frammistöðuna!

Meðfylgjandi myndir tala sínu máli...

Runólfur Guðmundsson

 

Árni Elvar og Sigmar Hrafn
Sex í sveit
Hanna Sif
Oddur Hrannar og Sylvía Rún
Aðalheiður Jóna
Axel Björgvin
Eiður Örn
Ingunn Benedikta o.fl.
Elvar Þór
Heimir Jónsson
Jóhanna Níelsdóttir
Guðný Lóa
Ragnar Þór og Diddi Odds
Allir söngvararnir

 

Já, það var stemming...