- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Vetrarstarf Hesteigendafélags Grundarfjarðar er komið í fullan gang. Í gær, sunnudag, var sameiginlegur reiðtúr og kaffisala í Fákaseli að honum loknum. Fimmtán knapar tóku þátt í reiðtúrnum að þessu sinni sem farinn var inn að Kverná í blíðskapar vorveðri!
Annan hvorn sunnudag standa félagsmenn fyrir sameiginlegum reiðtúr og kaffisölu í Fákaseli. Næsti reiðtúr og kaffi verða sunnudaginn 6. mars og eru allir Grundfirðingar og aðrir gestir velkomnir!