Árið 1999 stofnuðu „gamlir“ Grundfirðingar félag sem fékk heitið Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar. Félagið setti sér metnaðarfull markmið, meðal annars að styðja við menningarstarfsemi, safna og koma á framfæri ýmsum sögulegum fróðleik.
Meðal verkefna félagsins var að safna örnefnum í Eyrarsveit, lýsingum á gömlum fiskimiðum, ýmsum sögulegum fróðleik tengdum Eyrarsveit, sem og sögum frá „yngri“ Grundfirðingum.