- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í nýliðnum maímánuði var tæpum 2.575 tonnum landað í Grundarfjarðarhöfn, allt bolfiskur. Er það með allra hæstu mánuðum í lönduðum bolfiski á yfir tuttugu ára tímabili hjá höfninni.
Grundarfjarðarhöfn var fjórða hæsta höfn landsins í maí, í lönduðum bolfiskafla, skv. yfirliti Fiskistofu.
Samkvæmt tölum hafnarinnar hefur landaður heildarafli, allt frá janúar 1998, alls þrettán sinnum verið hærri í einum mánuði. Í ellefu skipti hefur hins vegar spilað inní landaður afli í úthafskarfa, frystri síld og frystum og ferskum makríl, sem gerir að verkum að slíkur samanburður heildarafla er ekki allskostar réttur. Einungis tvisvar áður hefur samtals landaður bolfiskafli verið hærri í einum mánuði, þ.e. í mars 2019 þegar landað var rúmum 2.883 tonnum og í mars síðastliðnum, þegar landað var rúmum 2.611 tonnum af bolfiski.
Til samanburðar var í maí 2019 landað tæpu 1371 tonni og í maí 2018 tæpum 1517 tonnum, í bolfiski, á höfninni.