- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Árið 1999 stofnuðu „gamlir“ Grundfirðingar félag sem fékk heitið Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar. Félagið setti sér metnaðarfull markmið, meðal annars að styðja við menningarstarfsemi, safna og koma á framfæri ýmsum sögulegum fróðleik.
Meðal verkefna félagsins var að safna örnefnum í Eyrarsveit, lýsingum á gömlum fiskimiðum, ýmsum sögulegum fróðleik tengdum Eyrarsveit, sem og sögum frá „yngri“ Grundfirðingum.
Eyrbyggjar gáfu út tíu bækur, sem fengu heitið „Fólkið, fjöllin, fjörðurinn“, og geyma þær fjöllbreytt efni sem safnað var saman. Nokkrar af elstu bókunum eru ófáanlegar í dag. Eyrbyggjar ákváðu því að koma útgefnum bókum sínum á tölvutækt form og hafa nú afhent Grundarfjarðarbæ allar bækurnar á tölvutæku formi. Efnið hefur nú verið sett inn á bæjarvef Grundarfjarðarbæjar, þannig að bækurnar verði aðgengilegar öllum áhugasömum.
Eyrbyggjum eru færðar bestu þakkir fyrir framtakið.
Hér má nálgast pdf-útgáfu af öllum tíu útgáfunum af Fólkið, fjöllin, fjörðurinn.