Leikföng og lifandi leiðsögn á Grundarfirði: Fjölskylduvænt ferðastopp

Þessi skemmtilega frétt er á fréttavefnum pressunar, hér má sjá alla fréttina. 

Endless Dark

Í fréttablaðinu á þriðjudag var greint frá því að hljómsveitin Endless Dark væri búin að gera samning við enska fyrirtækið X-Ray Tourning sem sér um að skipuleggja tónleika. Meðal hljómsveita sem X-Ray Touring er með á sínum snærum eru stór nöfn á borð við Coldplay, Emenem, Green Day, Snow patrol, Nick Cave og Queen of the Stonage, strákarnir í Endless Dark eru því í hópi öflugra hljómsveita. Þann 31. júlí mun Endless Dark koma fram á mikilli rokkhátíð í Englandi sem ber nafnið Sonidphere, meðal hljómsveita á þeirri hátíð eru hljómsveitir eins og Iron Maiden, Rammstein. MötleyCrue Pacebo. Endless Dark mun spila með bandarísku hljómsveitinni Madina Lake á nokkrum tónleikum á Bretlandi m.a. á hinum þekkta stað Barfly í London hinn 4. ágúst, uppselt er á þá tónleika.  

Bæjarstjórnarfundur

124. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar, fimmtudaginn 8. júlí 2010, kl.16.30. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Tilraunalandið verður flutt upp í íþróttahús

Vegna veðurs mun Tilraunalandið sem átti að vera við samkomuhúsið verða flutt upp í íþróttahús og verður þar frá rúmlega kl.12.00 til kl. 18.00, allir velkomnir að kíkja, engin aðgangseyrir 

Grundfirðingar eignast evrópumeistara

Rúnar Geirmundsson varð evrópumeistari í kraftlyftingum núna á Akureyri 25 júní, og bætti íslandsmet í réttstöðulyftu um 22,5 kg, eða 182,5 kg. Honum tókst ekki að bæta íslandsmet í bekkpressu og í hnébeygju eins og hann stefndi á. það skiptir samt ekki máli þar sem að hann á íslandsmetin sjálfur fyrir. Rúnar var búinn að æfa mjög stíft í nokkra mánuði fyrir þetta mót. Hann tók mataræðið í gegn og léttist um 3 kíló og var ekki nema 64 kíló, semsagt tók næstum því þrefalda líkamsþyngd í réttstöðulyftu og fékk alveg helling af stigum, þar sem að úrstlitin ráðast af því hversu þungur þú ert á móti því hversu miklu þú lyftir. Þannig að hann ætlar að reyna að vera í -67,5 kg flokknum og taka 200 kíló í réttstöðulyftu í nóvember.  

Tilraunalandið á ferð um landið

Tilraunalandið verður í Grundarfirði miðvikudaginn 7. júlí 2010 við Samkomuhúsið frá kl. 12:00 til 18:00. Þar sem komið verður upp tveimur vögnum með fjörugum tilraunum. Um er að ræða samstarfsverkefni Norræna hússins, Háskóla Íslands og Landsvirkjunar. Markmið sýningarinnar er að kynna og kanna undraheima vísindanna, veita innblástur og vekja forvitni. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir.   Sjá nánar kynningu á sýningunni.

Breyttur opnunartími bæjarskrifstofu í júlí

Vegna sumarleyfa verður opnunartími bæjarskrifstofu frá 09:30 - 12:30 frá og með mánudeginum 5. júlí til og með föstudagsins 30. júlí 2010.    

Umsækjendur um starf bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar

Þrjátíu og sex umsóknir bárust um starf bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar, en tveir umsækjendur drógu umsókn til baka þar sem ekki var hægt að gæta nafnleyndar.   Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri, Árborg Atli Már Ingólfsson, lögfræðingur, Hafnarfirði Áki Brynjar Gestsson, byggingariðnfræðingur, Kópavogi Ásgeir Magnússon, forstöðumaður, Akureyri Björg Bára Halldórsdóttir, fv. framkvæmdarstjóri, Snæfellsbæ Björn Rúriksson, ljósmyndari, Árborg Björn Steinar Pálmason, viðskiptafræðingur, Kópavogi Brynjar Sindri Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, Reykjavík Einar Kristján Jónsson, viðskiptafræðingur, Kópavogi Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, Reykjavík Eygló Kristjánsdóttir, viðskiptafræðingur, Reykhólahreppi Georg Gísli Andersen, framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ Guðmundur Einar Jónsson, viðskiptafræðingur, Kópavogi Guðmundur Jóhannsson, rafvirkjameistari, Akureyri Guðrún Svana Pétursdóttir, skrifstofumaður, Stykkishólmi Gunnar Björnsson, viðskiptafræðingur, Reykjavík Jón Hrói Finnsson, þróunarstjóri, Ólafsfirði Kjartan Þór Ragnarsson, lögfræðingur, Reykjavík Kristján Kristjánsson, verkefnastjóri, Mosfellsbæ Magnús Guðjónsson, fv. framkvæmdastjóri, Kópavogi Óskar Baldursson, viðskiptafræðingur, Garðabæ Pálína Kristinsdóttir, fv. framkvæmdastjóri, Garðabæ Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri, Patreksfirði Rúnar F. Árnason, rekstrarráðgjafi, Keflavík Sif Jónsdóttir, viðskiptafræðingur, Reykjavík Sigríður Finsen, hagfræðingur, Grundarfirði SigurðurSigurðsson, byggingar- og stjórnunarverkfræðingur, Garðabæ Stefán Egill Þorvarðarson, Reykjavík Svavar Jósefsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík Sveinn Pálsson, sveitarstjóri, Vík í Mýrdal Tómas Logi Hallgrímsson, sjómaður, Grundarfirði Valtýr Sigurbjarnarson, landfræðingur, Akureyri Vilhjálmur Wiium, hagfræðingur, Reykjavík Þorsteinn Fr. Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur, Garðabæ  

Söfnuðu fyrir vatnsrennibraut

  Þau Adam, Embla, Svanhildur og Elva (Elvu vantar á myndina) söfnuðu 2.526 kr. með því að halda tombólu til að safna fyrir vatnsrennibraut fyrir sundlaugina, er þeim hér með þakkað fyrir dugnaðinn.  

"Það voru forréttindi að fá að alast upp í Grundarfirði"

Áslaug Karen Jóhannsdóttir hélt hátíðarræðu við 17. júní hátíðahöldin í Grundarfirði.  Áslaug Karen, sem er Grundfirðingur, útskrifaðist í vor sem fjölmiðlafræðingur frá Háskólanum á Akureyri.  Ræðan vakti athygli viðstaddra og var gerður góður rómur að henni.  Hér er hægt að lesa ræðuna í heild.