Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum fyrir haustönn 2010

Danska – 75% staðaStærðfræði – 75% afleysingastaðaÍslenska-25% staða                                             Jarðfræði – 25% staðaLandafræði– 25% staða Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans.  

Vinna við Grundarfjarðarhöfn

Grundarfjarðarhöfn leitar eftir starfsmanni til afleysinga við höfnina.   Starfið felst í móttöku og afgreiðslu skipa, vigtun og skráningu sjávarafla og almennri umhirðu hafnarsvæðis. Daglegur vinnutími er í samræmi við opnunartíma hafnarinnar.  Vegna komu og brottfarar skipa getur þurft að vinna utan opnunartíma. Laun eru samkvæmt launakerfi sveitarfélaga.  Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2010. Nánari upplýsingar gefur Hafsteinn Garðarson, hafnarvörður á staðnum eða í síma 438-6705. Grundarfjarðarhöfn  

Tilkynning frá Sýslumanni Snæfellinga

Fulltrúi sýslumanns verður til viðtals föstudaginn 7. maí 2010 frá kl:10:00 - 13:30. 

Frá kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara laugardaginn 29. maí n.k. rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 8. maí n.k. Skila má framboðslistum til formanns kjörstjórnar, Mjallar Guðjónsdóttur, sími 898 2702. Kjörstjórn mun ennfremur taka á móti framboðslistum á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar laugardaginn 8. maí n.k. milli kl. 11.00 og 12.00.  Formaður kjörstjórnar Mjöll Guðjónsdóttir  

Vinnuskólinn sumarið 2010

Vinnuskólinn mun hefja starfsemi miðvikudaginn 2. júní 2010. Vinnuskólinn starfar í tveimur tímabilum, fyrra tímabilið verður frá 2. júní til 5. júlí að báðum dögunum meðtöldum. Seinna tímabilið verður frá 29. júní til 29. júlí að báðum dögum meðtöldum. Þátttakendum verður skipt niður á tímabil eftir skráningu lýkur. Unnið verður mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30-12:00. Klæðnaður skal hæfa veðráttu og eðli vinnunnar. Helstu verkefni verða fegrun umhverfisins og vinna tengd gróðri.   Skráning fer fram á bæjarskriftofunni, Grundargötu 30 og lýkur þann 21. maí. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá umsjónarmanni í síma 695-2198 Vinnuskóli Grundarfjarðarbæjar.  

Viltu vera víkingur í sumar?

Senn hefjast komur skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar. Undanfarin ár hefur vel verið tekið á móti farþegum þeirra og í sumar verður engin undantekning þar á. Fyrsta skipið kemur 22. maí og það síðasta 6. september, en þau eru alls 13 talsins.Nú leitum við að opnum og hressum aðilum til að manna móttökuhópinn víðfræga sem starfað hefur undanfarin tvö ár. Ertu á aldrinum 16-25 ára, og til í að taka þátt í skemmtilegu og gefandi starfi? Ekki sakar að geta sungið eða spilað á hljóðfæri en það er þó ekki skilyrði. Vinnan er launuð.Um nánari upplýsingar og skráningu sjá Jónas Víðir Guðmundsson (899-1930) og Sigurborg Kr. Hannesdóttir (866-5527).Grundarfjarðarhöfn

Íslensk hljómsveit hafnaði í öðru sæti

Mbl.is  28. apríl 2010: Íslenska hljómsveitin Endless Dark, sem er frá Ólafsvík og Grundarfirði, hafnaði í öðru sæti í hljómsveitakeppninni Global Battle of the Bands. Keppnin fór fram í London og lágu úrslitin fyrir í gærkvöldi, en alls tók 21 hljómsveit þátt í úrslitakvöldinu.   Það var kínversk rokkhljómsveit sem bar sigur úr býtum í ár, en hún nefnist Rustic. Í þriðja sæti var svo norska sveitin Explicit Licks.   Mörg þúsund hljómsveitir reyna á hverju ári að komast í keppnina og á undanförnum árum hafa Íslendingar átt fulltrúa í keppnni.

Byggjum betra samfélag

Málþing á vegum Hlutverkaseturs, Rauða kross Íslands,  Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi og Félags- og tryggingamálaráðuneytisins Haldið í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði miðvikudaginn 28. apríl 2010 Sjá nánar hér.

Söfnun og notkun íslenskra lækningajurta

Á námskeiðinu er farið er yfir helstu atriði um söfnun og notkun lækningajurta og hvernig útbúa á jurtablöndur. Vegleg gögn fylgja um áhrif helstu jurtanna og uppskriftir að jurtablöndum gegn einföldum kvillum.