Eins og mörgum er kunnugt hlutu sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi, Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær, ásamt Snæfellsjökulsþjóðgarði, Green Globe umhverfisvottun samfélaga árið 2008. Var svæðið fyrsta samfélagið í Evrópu til þess að hljóta slíka vottun og það fjórða í heiminum.
Vottunarmálum er þannig háttað að fullkomnun er aldrei náð og því skiptir miklu máli að sífellt sé sýnt fram á betri árangur í umhverfismálum á svæðinu.