Umhverfisvottun sveitarfélaga endurnýjuð

                              Eins og mörgum er kunnugt hlutu sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi, Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær, ásamt Snæfellsjökulsþjóðgarði, Green Globe umhverfisvottun samfélaga árið 2008. Var svæðið fyrsta samfélagið í Evrópu til þess að hljóta slíka vottun og það fjórða í heiminum. Vottunarmálum er þannig háttað að fullkomnun er aldrei náð og því skiptir miklu máli að sífellt sé sýnt fram á betri árangur í umhverfismálum á svæðinu.

20 ára afmælismót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness

20 ára afmælisblað Sjósnæ kom út í dag. Mun það liggja frammi í Grundarfirði og í Stykkishólmi auk þess sem allir keppendur fá eintak af blaðinu. Blaðinu er ætlað að gefa örlitla innsýn í lifandi starf félagsins og minnast fyrstu 20 áranna. Því miður eru heimildir takmarkaðar og allar upplýsingar um sögu félagsins eru því vel þegnar. Ritstjóri blaðsins er Guðni Gíslason.  

Til íbúa Grundarfjarðarbæjar

Ef þið sjáið ykkur fært að vökva graseyjur fyrir framan húsin ykkar þá væri það mjög vel þegið þar sem heitt hefur verið í veðri unanfarið og mikill þurkur og ekki hefur gefist tími til að vökva allar eyjurnar. Nú styttist í hátíðarhelgina okkar og gaman væri ef bæjarfélagið liti sem best út. Eins og máltækið segir, margar hendur vinna létt verk.

BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ

  Rekkaskátar í Grundarfirði í samstarfi við Sambíóin sýna íslensku kvikmyndina Boðberi í Sögumiðstöðinni, Grundarfirði. Sýningar: Miðvikudagur …….……14. júlí kl: 20.00 Fimmtudagur ….…….…15. júlí kl: 20.00 Föstudagur ……………..16. júlí kl: 20.00 Miðvikudagur …………. 21. júlí kl: 20.00   Miðaverð er 800 krónur Myndin er ekki leyfð 14 ára og yngri Sjoppa á staðnum! Tryggið ykkur miða í síma 840 8042  

Tveir Frakkar í heimsókn

Í september á síðasta ári heimsóttu tveir Frakkar, blaðamaður og ljósmyndari, Snæfellsnes. Takmark þeirra var að kynna sér líf og störf sjómanna á svæðinu. Afraksturinn er þessi skemmtilega grein sem birtist í Svissneska tímaritinu Hors-Ligne og víðar. Höfundur greinarinnar er Cristophe Migeon.

Svar við spurningu vikunnar

Spurning síðustu viku var hvaða ár var Lionsklúbbur Grundarfjarðar stofnaður? Svarið er árið 1972 og voru 61 af 98 sem svöruðu rétt. 

Lækkun leikskólagjalda barna 24 mánaða og yngri

Tillögur um breytingu á gjaldskrá leikskólans var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 8. júlí 2010. Bæjarráð lagði fram tillögu um að 50% álag á leikskólagjöld 24 mánaða og yngri verði fellt niður og var það samþykkt.  

Tilraunalandið

Þann 7. júlí kom Tilraunalandið í heimsókn til Grundarfjarðar og tókst það með ágætum, fjöldi fólks lagði leið sína upp í íþróttahús og skoðaði það sem var í boði þar. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Breyting á opnunatíma sundlaugar um helgar

Breyting var gerð á opnunartíma sundlaugar um helgar í stað þess að vera frá klukkan 10:00 til 16:00 eins og auglýst var þá verður opið  héðan í frá til 22. ágúst frá klukkan 10:00 til 18:00.

Nýr bæjarstjóri ráðinn

  Á fundi bæjarstjórnar í gær  var ákveðið að ráða Björn Steinar Pálmason í starf bæjarstjóra.  Björn Steinar er Grundfirðingum að góðu kunnur, en hann starfaði sem skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar í fjögur ár, frá 2003 – 2007 og var þá jafnframt staðgengill bæjarstjóra.  Björn Steinar er viðskiptafræðingur og sagnfræðingur að mennt, með alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun.  Hann gegnir stöðu sérfræðings í  innri endurskoðun hjá Byr Sparisjóði.  Eiginkona hans er Johanna Elizabeth Van Schalkwyk og munu þau ásamt tveimur dætrum flytja til Grundarfjarðar fljótlega, en væntanlega skýrist á næstu dögum hvenær Björn Steinar getur hafið störf.