- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Rúnar Geirmundsson varð evrópumeistari í kraftlyftingum núna á Akureyri 25 júní, og bætti íslandsmet í réttstöðulyftu um 22,5 kg, eða 182,5 kg. Honum tókst ekki að bæta íslandsmet í bekkpressu og í hnébeygju eins og hann stefndi á. það skiptir samt ekki máli þar sem að hann á íslandsmetin sjálfur fyrir. Rúnar var búinn að æfa mjög stíft í nokkra mánuði fyrir þetta mót. Hann tók mataræðið í gegn og léttist um 3 kíló og var ekki nema 64 kíló, semsagt tók næstum því þrefalda líkamsþyngd í réttstöðulyftu og fékk alveg helling af stigum, þar sem að úrstlitin ráðast af því hversu þungur þú ert á móti því hversu miklu þú lyftir. Þannig að hann ætlar að reyna að vera í -67,5 kg flokknum og taka 200 kíló í réttstöðulyftu í nóvember.
Heiðar Geirmundsson (bróðir Rúnars) er búinn að þjálfa hann frá því að hann byrjaði og ætla þeir bræður að fara út til Florida og keppa saman á heimsmeistaramóti í kraftlyftingum, Rúnar sagði í viðtali við skessuhornið fyrir stuttu að hann ætlaði að vera sterkastur í heimi og núna tekur við eitt og hálft ár í stífum æfingum, þar sem að hann stefnir á að verða heimsmeistari í 75 kg flokki í Nóvember 2011 á Florida. Heisi fer með honum út sem þjálfari og ætlar sjálfur að verða heimsmeistari.
Nú eru þeir bræður að fara í það að safna styrkjum fyrir ferðina því að þetta mun kosta sitt. Áætlað er að þetta ferðlag muni kosta þá hátt í milljón.
Rúnar vill koma fram miklum þökkum til Grundarfjarðarbæjar, UMFG og HSH sem styrktu hann til Akureyrarferðarinnar.
Núna eigum við Grundfirðingar evrópumeistara í Kraftlyftingum og verður gaman að sjá hvort að við munum eignast heimsmeistara á næsta ári. Áfram Rúnar.