- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kynningarfundur fyrir fagfólk, stuðningsfulltrúa og aðra
Spjallfundur fyrir foreldra
Kynningarfundur fyrir fagfólk, stuðningsfulltrúa og aðra
Kynningrafundur ADHD samtakanna verður haldinn á Ólafsvík mánudaginn 13. maí kl. 14:30 í Grunnskóla Snæfellsbæjar í samvinnu við Velferðarráðuneytið. Fundurinn er ætlaður starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla, sérfræðingum í skóla- og félagsþjónustu og öllum þeim sem starfa með börnum, ungmennum eða fullorðnum með ADHD.
Efni fundar: Hvað er ADHD og hvað gera ADHD samtökin?
Björk Þórarinsdóttir formaður og Elín Hoe Hinriksdóttir varaformaður stjórnar ADHD samtakanna kynna samtökin.
Dagskrá
1. Hvað er ADHD?
Birtingarmyndir, orsakir og afleiðingar
2. ADHD á mismunandi aldursskeiðum.
Börn, unglingar, fullorðnir.
3. Greining og meðferðarleiðir.
4. Skóli, nám og teymisvinna.
5. Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð.
6. Framtíðarhorfur.
7. Hvað gera ADHD samtökin og fyrir hvern eru þau?
8. Helstu verkefni samtakanna.
Hlutverk, starfsemi, baráttumál, námskeið og fræðsla
9. Fyrirspurnir
Spjallfundur fyrir foreldra
Klukkan 20:00 í Grunnskóla Snæfellsbæjar verður spjallfundur sem Björk og Elín stýra fyrir foreldra barna og ungmenna með ADHD. Hvetjum foreldra barna í leik-, grunn- og framhaldsskóla til að mæta.
Fundirnir eru öllum opnir og kosta ekkert
Nánari upplýsingar hjá Ellen Calmon framkvæmdastjóra ADHD samtakanna í síma 6947864