- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það er búið að vera mikið líf og fjör á námskeiðinu smíðar og sköpun síðastliðnar tvær vikur. Krakkarnir hafa hannað, smíðað, tálgað og föndrað ýmsa flotta og skemmtilega muni. Þriðjudaginn 10. júní fór yngri hópur í bæjarferð þar sem kíkt var á bókasafnið og víkingarnir heimsóttir. Við vorum svo heppin að hitta nokkra víkinga sem voru með ýmsa muni með sér sem börnin fengu að skoða og prófa. Þau fræddust um víkingana, vopn þeirra, klæðnað og annað og voru ótrúlega áhugasöm um allt sem víkingarnir höfðu að segja þeim.
Næstu námskeið hefjast mánudaginn 16. júní en það er ævintýranámskeið fyrir yngri hóp (börn fædd 2005-2008) og skartgripagerð fyrir eldri og elsta hóp (börn fædd 2001-2004). Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu sumarnámskeiðanna www.sumarnamskeid-grf.blogspot.com. Við minnum einnig á að skráning verður að fara fram með því að skila þar til gerðum eyðublöðum á bæjarskrifstofuna, í síðasta lagi kl.12 á föstudegi, eigi barn að byrja á námskeiði á mánudegi.
Myndir af sumarnámskeiðunum er að finna á facebooksíðu bæjarins.