Nemendur frá Paimpol í vinabæjarheimsókn

  Nemendur frá vinabæ Grundarfjarðar, Paimpol í Frakklandi, hafa verið hér í bænum frá því á laugardaginn, 12. maí, og munu dvelja hér í vikutíma. Það eru fjölskyldur nemenda úr sjötta, sjöunda og áttunda bekk í Grunnskóla Grundarfjarðar sem hýsa gestina meðan á dvölinni stendur og er búið að gera heilmikla dagskrá fyrir alla vikuna.    

Dimiterað í Grundarfirði

    Það var mikið húllumhæ þegar útskriftarnemendur úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga dimiteruðu í Grundarfirði í morgun. Fjörið byrjaði fyrir allar aldir en nemarnir fóru á fætur um 4:30 og mættu svo eldhressir heim til forseta nemendafélagsins og vöktu hann um klukkan hálf sex.   Þaðan hélt hópurinn í morgunverð í FSN þar sem farið var í leiki og ljóð um hvern og einn nemanda lesið upp. Loks var farið í vöfflukaffi með kennurum skólans.  

Lausar stöður leikskólakennara

Leikskólinn Sólvellir og leikskóladeildin Eldhamrar leita að leikskólakennurum til starfa. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í ágúst 2018. Um 100% störf er að ræða. Leikskólinn Sólvellir er starfræktur að Sólvöllum 1. Leikskóladeildin Eldhamrar er starfrækt innan Grunnskóla Grundarfjarðar, að Borgarbraut 19, en starfar eftir lögum og aðalnámskrá leikskóla.   Vakin er athygli á stefnu Grunnskóla Grundarfjarðar og Leikskólans Sólvalla um jafnan hlut kynja í störfum.    

Lausar stöður í Grunnskóla Grundarfjarðar

Grunnskóli Grundarfjarðar auglýsir kennarastöður lausar til umsóknar. Önnur þeirra er tímabundin til eins árs. Meðal kennslugreina eru danska, íslenska og fleiri greinar á mið- og unglingastigi   Grunnskóli Grundarfjarðar er rúmlega 90 nemenda skóli. Í skólanum er leikskóladeildin Eldhamrar.    

Ársskýrsla Bókasafns Grundarfjarðar 2017

Ársskýrslan 2017 er komin á vefinn.       

Bæjarstjórnarfundur

215. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 8. maí 2018, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30.  

Sveitarstjórnarkosningar: Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

    Nú er kosning utan kjörfundar hafin vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 26. maí nk. Samkvæmt auglýsingu Sýslumannsins á Vesturlandi frá 30. apríl sl. er ekki gert ráð fyrir því að Grundfirðingar geti kosið utan kjörfundar í heimabyggð.  

Nemendatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar vorið 2018

     Nemendatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar vorið 2018:   Fimmtudagur 3. maí kl 17:00 í Grundarfjarðarkirkju, nemendur Lindu Maríu   Þriðjudagur 8. maí kl 17:00 í Grundarfjarðarkirkju, nemendur Anastasiu, Bents og Mártons.   Allir velkomnir á tónleikana!

Blóðbankabíllinn í Grundarfirði á mánudaginn

   Blóðbankabíllinn verður við Kjörbúðina í Grundarfirði mánudaginn 7. maí kl 12:00-17:00.

Frá kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara laugardaginn 26. maí n.k. rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 5. maí n.k. Skila má framboðslistum til formanns kjörstjórnar, Mjallar Guðjónsdóttur, sími 898 2702.   Kjörstjórn mun ennfremur taka á móti framboðslistum á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar laugardaginn 5. maí n.k. milli kl. 11.00 og 12.00.   Formaður kjörstjórnar Mjöll Guðjónsdóttir