- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það var mikið húllumhæ þegar útskriftarnemendur úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga dimiteruðu í Grundarfirði í morgun. Fjörið byrjaði fyrir allar aldir en nemarnir fóru á fætur um 4:30 og mættu svo eldhressir heim til forseta nemendafélagsins og vöktu hann um klukkan hálf sex.
Þaðan hélt hópurinn í morgunverð í FSN þar sem farið var í leiki og ljóð um hvern og einn nemanda lesið upp. Loks var farið í vöfflukaffi með kennurum skólans.