Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara laugardaginn 26. maí n.k. rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 5. maí n.k. Skila má framboðslistum til formanns kjörstjórnar, Mjallar Guðjónsdóttur, sími 898 2702.

 

Kjörstjórn mun ennfremur taka á móti framboðslistum á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar laugardaginn 5. maí n.k. milli kl. 11.00 og 12.00.

Formaður kjörstjórnar

Mjöll Guðjónsdóttir