Jól í stofunni - aðventutónleikar með Þór Breiðfjörð

    Aðventutónleikar með Þór Breiðfjörð verða haldnir í Grundarfjarðarkirkju þann 29. nóvember kl 17:00.   

Frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Súkkulaðidagatöl Lions eru komin og verða seld í verslun Samkaupa. Hverju dagatali fylgir tannkremstúpa.  Dagatölin kosta 450 krónur.  Ágóði af sölu dagatalanna rennur í Líknarsjóð Lions.   Sjá nánari auglýsingu hér.  

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2015/2016

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016    

Blóðsykursmæling í Grundarfirði

  Í tilefni af Alþjóðadegi sykursjúkra þann 14. Nóvember sl. býður Lionsklúbbur Grundarfjarðar, í samvinnu við Heilsugæslustöðina Grundarfirði, upp á blóðsykursmælingu í anddyri Samkaupa Grundarfirði laugardaginn 21. nóvember n.k. frá kl. 12  - 15. Lionsklúbbur Grundarfjarðar.    

Vinahúsið og Rauði krossinn Grundarfjarðardeild

    Unnið hefur verið jafnt og þétt allt árið að prjóni og saumaskap fyrir Ungbarnaverkefni RKI Hvíta-Rússland. Sendir voru nú í haust rúmlega 100 pakkar, sem þýðir 200 peysur,samfellur, 200 pör af sokkum, 100 húfur, buxur, teppi, handklæði.  

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði þriðjudaginn 1. desember n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350    

Kvöldguðsþjónusta í Grundarfjarðarkirkju 11. nóvember

 

Leikskólinn Sólvellir

Deildarstjóra vantar á leikskólann  Sólvelli í Grundarfirði.   Um er að ræða 100% starf á yngstu deild leikskólans Leikskólinn Sólvellir er fjögra deilda leikskóli með um 60 nemendur frá eins árs til sex ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum  og kenningum í uppeldisfræðum.  

Kynningarfundur Stjórnstöðvar ferðamála í Samkomuhúsinu

    Mánudaginn 9. nóvember mæta fulltrúar Stjórnstöðvar ferðamála í Samkomuhúsið í Grundarfirði og halda þar opinn fund um nýjan vegvísi í ferðaþjónustu.   Ferðamálin snerta okkur flest á einn eða annan hátt og því eru bæjarbúar hvattir til að mæta til fundarins og kynna sér málin. Nánari upplýsingar má finna á vef Stjórnstöðvar ferðamála, www.ferdamalastefna.is    

Bæjarstjórnarfundur

190. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar, fimmtudaginn 5. nóvember 2015, kl. 16:30.