Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga 23. maí 2009 Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin laugardaginn 23. maí 2009 í hátíðarsal skólans. Hátíðin hefst kl. 14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.  

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins heimsækir Grundarfjörð

MS Fram var smíðað í Noregi árið 2007 og er sérhannað til siglinga í norðurhöfum. Innréttingar eru að miklu leyti gerðar úr ull, leðri og eik og gefur það skipinu norrænt yfirbragð. Skipið er nefnt eftir skipi hins fræga norska ævintýramanns Friþtjof Nansen, sem stóð fyrir mörgum könnunarleiðöngrum um norðurheimskautið á landi og á sjó. Skipið er 110 metrar á lengd, 12.700 tonn og ber 382 farþega sem í þetta skiptið verða flestir bandarískir. MS Fram kemur til Grundarfjarðar frá Reykjavík föstudaginn 22. maí og verður frá 8:00 – 15:00. Héðan er förinni heitið til Grænlands.

Ársreikningar Grundarfjarðarbæjar afgreiddir eftir síðari umræðu

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þ. 19.  maí sl. voru ársreikningar 2008 fyrir bæjarsjóð og stofnanir bæjarins afgreiddir eftir síðari umræðu.  Afkoma bæjarsjóðsins var slæm á síðasta ári.  Reksturinn varð þyngri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og má rekja ástæðu þess að miklu leyti til hækkaðs launakostnaðar vegna breytinga á kjarasamningum og óðaverðbólgu.  Í sjóðstreymi kom fram að handbært fé frá rekstri varð rúmlega 80 milljón krónur en það dugði skammt þegar kom að fjármagnsgjöldunum.

Breyttur tími á bæjarstjórnarfundi

Bæjarstjórnarfundurinn sem átti að vera í dag kl.16.15 verður flýtt og hefst hann kl.14.30 í dag í samkomuhúsinu.  

Bingó-Bingó-Bingó-Bingó-Bingó

Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar verður með Bingó í Samkomuhúsinu á fimmtudaginn 21. maí (uppstigningardag) kl.14.00. Veglegir vinningar verða í boði. Allir velkomnir.

Frá Umhverfissjóði Snæfellsness

Kallað eftir styrkumsóknum og tilnefningum vegna umhverfisviðurkenningar.   Umhverfissjóður Snæfellsness mun úthluta styrkjum úr sjóðnum í Vatnasafninu í Stykkishólmi á alþjóðlegum degi umhverfisins þann 5. júní 2009. Markmið umhverfissjóðsins er að styrkja ýmis verkefni í umhverfis- og samfélagsmálum sem byggð eru á grunni sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi. 

Leikjanámskeið

Leikjanámskeið 25. maí til 17. júní 2009   Fyrir 1-6 ára (fyrir þau sem voru í leikskóla í vetur) mánudaga og miðvikudaga kl 16.15-17.00. 1-4 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum (12 ára eða eldri)   Fyrir 6-10 ára (fyrir þau sem voru í 1 - 4 bekk í vetur) mánud, þriðjud og miðvikudaga kl 12.30-14.30.

Skólaslit og vortónleikar tónlistarskólans

Skólaslit og vortónleikar tónlistarskólans verða í sal fjölbrautaskólans þriðjudaginn 19.maí kl.17.00. Allir velkomnir. Minnum á innritun fyrir næsta skólaár sem stendur til 20.maí n.k.  

FSSF kynnir breytingar

Félags- og skóla þjónusta Snæfellinga kynnir breytingar á viðverudögum þjónustufulltrúa og nýtt aðsetur.   Hér má finna nánari upplýsingar.

Græna tunnan

Græna tunnan verður tæmd í dag, einnig minnum við á að hægt er að fá græna tunnu í síma 695 2198 hjá Ingibjörgur Sigurðardóttur (Bibbu) .