Kallað eftir styrkumsóknum og tilnefningum vegna umhverfisviðurkenningar.

 

Umhverfissjóður Snæfellsness mun úthluta styrkjum úr sjóðnum í Vatnasafninu í Stykkishólmi á alþjóðlegum degi umhverfisins þann 5. júní 2009. Markmið umhverfissjóðsins er að styrkja ýmis verkefni í umhverfis- og samfélagsmálum sem byggð eru á grunni sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi. 

Í ár mun sjóðurinn úthluta einum eða fleiri styrkjum að fjárhæð samtals kr. 600.000. Umsóknir um styrki þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 3. júní 2009 til Stefáns Gíslasonar, formanns sjóðsins, á stefan@umis.is. Hann veitir einnig nánari upplýsingar.

Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða.

 

Samhliða úthlutun úr sjóðnum þann 5. júní nk. mun sjóðstjórnin veita einum einstaklingi, fyrirtæki eða sveitarfélagi sérstaka viðurkenningu sem Umhverfisfrömuði Snæfellsness. Ætlunin er að þetta verði árlegur viðburður. Þess er óskað að tilnefningar um aðila sem verðskulda slíka viðurkenningu verði einnig sendar á netfangið stefan@umis.is í síðasta lagi 3. júní.

 

Stjórn Umhverfissjóðs Snæfellsness