Frétt á vef Skessuhorns 9. júlí 2009:
Queen Victoria, 90 þúsund tonna farþegaskip, kemur til Grundarfjarðar næstkomandi laugardag og er áætlað að það komi klukkan 8 og verði til klukkan 18. Skipið er það langstærsta sem komið hefur til Grundarfjarðar. Til marks um stærð þess í samanburði við önnur skemmtiferðaskip í sumar þá er næststærsta skipið sem kemur um 30 þúsund tonn að stærð en það er Tahitian sem væntanlegt er síðar í sumar. Queen Victoria getur haft tvö þúsund farþega og auk þess fjölda manns í áhöfn. Ef þeir fara allir í land þá þrefaldast íbúafjöldi bæjarins, en í Grundarfirði búa á tíunda hundrað manns.