Er okkur sama hvað börnin okkar eru að gera í íþróttum?
Ef ekki sýndu ábyrgð í verki og mættu á fyrirlestur hjá Jóhanni Inga Gunnarssyni íþróttasálfræðingi. Mun hann halda fyrirlestur um hegðun ungs fólks í íþróttum, t.d. efla sjálfstraust, áragnurssinnað hugarfar og hvatningu alla leið. Jóhann Ingi mun vera í Grunnskóla Grundarfjarðar 7 maí og verður dagskráin eftirfarandi:
Kl. 16:00 Börn frá 11 ára ( 1998 ) sem stunda íþróttir
Kl. 17:00 þjálfarar, íþróttakennarar
Kl. 18:00 Foreldrar og ráð innan UMFG
Vonumst til að sjá sem flesta, börn og foreldra því þetta er einn liður í að efla íþróttalífið í Grundarfirði.
Kveðja
Stjórn Ungmennafélags Grundarfjarðar