- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Helgina 15. – 16. maí næstkomandi verður boðið upp á 5Rytma námskeið í Grundarfirð og í tengslum við það verður sýnd heimildarmynd um nýjan skilning á mannslíkamanum og heilsu.
5Rytmadans er frábær leið til að gefa dansaranum innra með sér útrás, finna meira jafnvægi og almennt að verða meira lifandi. Kennari er Sigurborg Kr. Hannesdóttir, sem lokið hefur þjálfun hjá Gabrielle Roth, sem þróaði Rytmana. Sigurborg er fyrsti 5Rytma kennari hér á landi. Yfirskrift námskeiðsins er „Ráðlagður dagskammtur af dansi“ og vísar til þess að hægt er að dansa sig inn í betri heilsu, á hverjum degi. Námskeiðið er haldið laugardaginn 16. maí, frá kl. 11 – 14.30 í Samkomuhúsinu.
Á föstudagskvöldinu, þann 15. maí, verður sýnd opinberlega í fyrsta sinn hér á landi, heimildarmyndin The Living Matrix. Myndin fjallar um nýjan skilning á því hvernig mannslíkaminn starfar og hvernig ýmsir vísindamenn hafa með rannsóknum sínum þróað nýjar leiðir til að hjálpa fólki að ná heilsu á ný.
Kynnir á sýningunni verður Sigrún Theodórsdóttir. Hún tókst á við veikindi um nokkurra ára skeið sem gerðu hana óstarfhæfa. Með þá sannfæringu að leiðarljósi að hægt væri að uppræta orsök veikindanna og öðlast heilbrigði á ný lagði hún í langa rannsóknarferð um heima óhefðbundinna lækningaleiða. Útkoman er nýtt og betra líf! Myndin verður sýnd í Sögumiðstöðinni kl. 20.30 og á eftir er boði upp á te, kaffi og spjall. Myndin er á ensku, en meginatriði verða túlkuð. Nánari upplýsingar er að finna á www.5rytmar.is.