Bingó-Bingó-Bingó-Bingó-Bingó

Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar verður með Bingó í Samkomuhúsinu á fimmtudaginn 21. maí (uppstigningardag) kl.14.00. Veglegir vinningar verða í boði. Allir velkomnir.

Frá Umhverfissjóði Snæfellsness

Kallað eftir styrkumsóknum og tilnefningum vegna umhverfisviðurkenningar.   Umhverfissjóður Snæfellsness mun úthluta styrkjum úr sjóðnum í Vatnasafninu í Stykkishólmi á alþjóðlegum degi umhverfisins þann 5. júní 2009. Markmið umhverfissjóðsins er að styrkja ýmis verkefni í umhverfis- og samfélagsmálum sem byggð eru á grunni sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi. 

Leikjanámskeið

Leikjanámskeið 25. maí til 17. júní 2009   Fyrir 1-6 ára (fyrir þau sem voru í leikskóla í vetur) mánudaga og miðvikudaga kl 16.15-17.00. 1-4 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum (12 ára eða eldri)   Fyrir 6-10 ára (fyrir þau sem voru í 1 - 4 bekk í vetur) mánud, þriðjud og miðvikudaga kl 12.30-14.30.

Skólaslit og vortónleikar tónlistarskólans

Skólaslit og vortónleikar tónlistarskólans verða í sal fjölbrautaskólans þriðjudaginn 19.maí kl.17.00. Allir velkomnir. Minnum á innritun fyrir næsta skólaár sem stendur til 20.maí n.k.  

FSSF kynnir breytingar

Félags- og skóla þjónusta Snæfellinga kynnir breytingar á viðverudögum þjónustufulltrúa og nýtt aðsetur.   Hér má finna nánari upplýsingar.

Græna tunnan

Græna tunnan verður tæmd í dag, einnig minnum við á að hægt er að fá græna tunnu í síma 695 2198 hjá Ingibjörgur Sigurðardóttur (Bibbu) .

Sorphirða í dag

Sorphirða verður í dag. Því miður hefur ekki verið hægt að taka sorp undanfarna daga vegna veðurs. 

Bæjarstjórnarfundur

105. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu, þriðjudaginn 19. maí klukkan 16.15. Eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer. Fundarboð og dagskrá má finna hér.

Skemmtilegt sumar framundan

Góðir Grundfirðingar   Verið er að kanna möguleika ýmiss konar starfi í sumar. Ef næg þátttaka fæst getum við reiknað með að þetta verði að veruleika.   Það sem um ræðir: 1. Smíðavöllur fyrir börn á aldrinum 8-13 ára. 2. Skólagarðar fyrir börn á aldrinum 8-13 ára. 3. Matjurtagarður fyrir þá sem vilja rækta sitt eigið grænmeti.   Þeir sem hafa áhuga á einhverju ofantöldu látið vita á bæjarskrifstofunni fyrir helgi.

Sundlaugin verður lokuð frá 13. maí

  Framkvæmdir hefjast við sundlaugina í dag, miðvikudag og munu standa í 3-4 vikur. Stefnt er að því að opna hana aftur þann 17. júní.