- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar vill með auglýsingu þessari kanna hvort til staðar séu áhugasamir aðilar sem hefðu hug á að setja upp líkamsræktarstöð í Grundarfirði. Í boði er, ef samningar takast, húsnæði á neðri hæð í íþróttahúsi bæjarins sem er rúmlega 180 fermetrar að stærð. Íþróttahúsið er að Borgarbraut 19.
Með húsnæðinu geta fylgt afnot af búningsklefum og sturtuaðstöðu. Möguleiki er á samstarfi við sundlaugina um afnot af henni í tengslum við starfsemi líkamsræktarstöðvar, en um það þyrfti að semja sérstaklega. Húsnæðið yrði afhent og leigt í því ástandi sem það er núna og verður mögulegur leigutaki að innrétta og aðlaga það fyrir starfsemi sína á eigin kostnað. Húsnæðið getur verið laust til afnota eftir að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar lýkur í maí-mánuði. Aðgangur til skoðunar á húsnæðinu er í samráði við Ágúst Jónsson, ráðsmann Grundarfjarðarbæjar, s. 863-6619.
Ef áhugi er fyrir því að kanna þennan möguleika, eru viðkomandi beðin um að skila tilboði til bæjarstjóra um leigutíma og leigugreiðslur ásamt lýsingu á fyrirhugaðri starfsemi sinni í síðasta lagi fyrir kl. 15.30 þ. 11. maí 2009. Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar
Skrifstofa Grundarfjarðarbæjar
Grundargata 30, 350 Grundarfjörður.