Dagskrá fimmtudags

Hverfaskreytingar hefjast í kvöld. 23:00 Dúettinn Freðarnir nr. 2 og nr. 5 heldur þjófstartgleði á            Krákunni. Enginn aðgangseyrir.  

Fyrsti áfangi hitaveituframkvæmda

Framkvæmd við fyrsta áfanga við lögn dreifikerfis fyrir hitaveitu í Grundarfirði er hafin. Búið er að leggja í Ölkelduveg og verið er að þvera Grundargötuna. Í þessum áfanga verður einnig lagt í Fagurhólstún og Hlíðarveg. Það er Almenna umhverfisþjónustan ehf. sem annast verkið. Nokkrar myndir frá framkvæmdum í dag má finna í myndabankanum eða með því að smella hér.

Orgeltónleikar Friðriks Vignis í Grundarfjarðarkirkju

Friðrik Vignir Stefánssonhefur verið organisti Grundarfjarðarkirkju frá árinu 1988 en lætur nú formlega af störfum. Af því tilefni heldur hann kveðjutónleika í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 29. júlí 2006 kl. 12.00. Hann mun kveðja söfnuðinn á sunnudeginum 30. júlí þegar hann leikur nokkur verk áður en hátíðarmessa hefst kl. 14. Á eftir messunni verður kaffi í samkomuhúsinu.  

Jökulhálstryllir 2006

Jökulhálstryllir, keppni í fjallahjólreiðum á Snæfellsjökli, í klifri upp Jökulhálsinn og í bruni aftur niður, verður laugardaginn 29. júlí. Skráning fer fram á netinu með því að smella hér.

Útvarp Grundarfjörður

Útvarp Grundarfjarðar FM 104,7 fór í loftið kl. 15 í dag. Útvarpið verður starfrækt fram á laugardaginn 29. júlí nk. Símanúmer útvarpsins er 421-2096.  Útsendingar verða sem hér segir: Mánudag - miðvikudag: Kl. 15-24 Fimmtudag, 27. júlí: Kl. 15-02 Föstudag, 28. júlí: Kl. 12-02 Laugardagur, 29. júlí: Fram að hátíðardagskrá   Hugmynd útvarpsins kom upp í tengslum við undirbúning hátíðarinnar. Í útvarspráði sitja Eðvarð Vilhjálmsson (gula hverfið), Gústav Alex Gústavsson (rauða hverfið), Hafdís Lilja Haraldsdóttir (græna hverfið) og Emil Sigurðsson (bláa hverfið). Sími í hljóðveri er 421 2096.

Sængurgjöf samfélagsins

Í dag, 24. júlí, færði Grundarfjarðarbær, með liðsinni Heilsugæslustöðvar Grundarfjarðar, öllum Grundfirðingum sem fæddir eru á þessu ári sængurgjöf frá sveitungum sínum. Gjöfin innihélt m.a. fatnað, handklæði, beisli, fræðslubækur og pollagalla sem nauðsynlegur er öllum grundfirksum börnum! Börnum og foreldrum barna sem fædd eru á árinu var boðið í samkomuhúsið í morgun til þess að taka við gjöfinni.   Foreldrar og börn fædd 2006

Ævintýranámskeið

Grundfirðingar og góðir gestir!   Ævintýravika með sveigjanlegu formi fyrir börn og unglinga 7-16 ára.   Örn Ingi sem kom í fyrra, kemur nú aftur með fjóra frábæra leiðbeinendur með sér sem eru:   Alma – fimleikar/dans/matreiðsla o.fl. Lára – ljósmyndun/hestar/dans o.fl. Guðbjörn – sirkus/leiklist o.fl. Benedikta – dans/matreiðsla/myndlist o.fl.  

Grill hjá vinnuskóla

Í gær, 20. júlí, var haldin grillveisla fyrir starfsmenn vinnuskóla í góðviðrinu. Þessu síðara tímabili líkur nú um mánaðarmótin. Mikið hefur verið að gera hjá vinnuskólanum og starfsmönnum áhaldahúss undanfarna daga við hirðingu grænna svæða og þökulagningu meðfram Grundargötu. Bæjarhátíðin „Á góðri stund í Grundarfirði“ nálgast óðum og vinna starfsmenn af kappi að því að gera ásýnd bæjarins sem besta fyrir hátíðina. Meðfylgjandi myndir voru teknar í grillveislu vinnuskólans, en öllum starfsmönnum áhaldahúss var boðið.   Starfsmenn vinnuskóla á seinna tímabili

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga, forstöðumaður

Staða forstöðumanns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga er laus til umsóknar.  Í starfinu felst yfirumsjón með félagsþjónustu og barnavernd auk þjónustu við grunn- og leikskóla.  Forstöðumanns bíður spennandi starf og stórt hlutverk við rekstur og áframhaldandi uppbyggingu félags- og skólaþjónustu á Snæfellsnesi.  

Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn

Skemmtiferðaskipið Columbus lagðist upp að í Grundarfjarðarhöfn kl. 8 í morgun. Á skipinu eru um 350 farþegar, flestir frá Þýskalandi, og 170 manna áhöfn. Á bryggjunni biðu farþeganna rútur sem keyra með þá út fyrir Snæfellsjökul í dag. Áætlaður brottfarartími skipsins er kl. 14 í dag.   Skemmtiferðaskipið Columbus í Grundarfjarðarhöfn í morgun  Sjá fleiri myndir í myndabankanum!