Í gær, 20. júlí, var haldin grillveisla fyrir starfsmenn vinnuskóla í góðviðrinu. Þessu síðara tímabili líkur nú um mánaðarmótin. Mikið hefur verið að gera hjá vinnuskólanum og starfsmönnum áhaldahúss undanfarna daga við hirðingu grænna svæða og þökulagningu meðfram Grundargötu. Bæjarhátíðin „Á góðri stund í Grundarfirði“ nálgast óðum og vinna starfsmenn af kappi að því að gera ásýnd bæjarins sem besta fyrir hátíðina. Meðfylgjandi myndir voru teknar í grillveislu vinnuskólans, en öllum starfsmönnum áhaldahúss var boðið.

 

Starfsmenn vinnuskóla á seinna tímabili

Látið fara vel um sig í sólinni