Í dag, 24. júlí, færði Grundarfjarðarbær, með liðsinni Heilsugæslustöðvar Grundarfjarðar, öllum Grundfirðingum sem fæddir eru á þessu ári sængurgjöf frá sveitungum sínum. Gjöfin innihélt m.a. fatnað, handklæði, beisli, fræðslubækur og pollagalla sem nauðsynlegur er öllum grundfirksum börnum! Börnum og foreldrum barna sem fædd eru á árinu var boðið í samkomuhúsið í morgun til þess að taka við gjöfinni.

 

Foreldrar og börn fædd 2006

Í framhaldinu verða nýfæddir Grundfirðingar heimsóttir og þeim færð sængurgjöf. Átta börn eru fædd á árinu, 5 strákar og 3 stelpur og eru þar af tvennir tvíburar. Á myndina vantar einn lítinn dreng sem fæddist í síðustu viku og er ekki kominn heim. Foreldrar hans eru Skarphéðinn Guðmundsson og Þórdís Guðmundsdóttir. Sjá fleiri myndir í myndabankanum eða með því að smella hér.