Staða forstöðumanns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga er laus til umsóknar.  Í starfinu felst yfirumsjón með félagsþjónustu og barnavernd auk þjónustu við grunn- og leikskóla.  Forstöðumanns bíður spennandi starf og stórt hlutverk við rekstur og áframhaldandi uppbyggingu félags- og skólaþjónustu á Snæfellsnesi.

 

Leitað er að starfsmanni með háskólamenntun af uppeldis- eða félagssviði  auk þess sem reynsla af sambærilegum störfum er æskileg.   Hæfni í mannlegum samskiptum er lykilatriði.

 

Að Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga standa sveitarfélögin Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmur.  Á svæðinu búa tæplega 4000 manns. 

 

Á Snæfellsnesi er kraftmikið og fjölbreytt mannlíf, fögur náttúra og greiðar samgöngur til og frá höfuðborgarsvæðinu, einnig blómlegt skólastarf, m.a. fjölbrautaskóli.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigþrúður Guðmundsdóttir forstöðumaður í síma 4307800.  Umsóknir skulu berast Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ í síðasta lagi  3. ágúst n.k.