Fundur með Sjónarhóli og ADHD samtökunum

Eigið þið barn með vandamál í skóla t.d. athyglisbrest, ofvirkni, þunglyndi, einelti eða annað sem íþyngir fjölskyldunni?   Miðvikudaginn 11. janúar 2006, kl. 20, munu koma talsmenn frá Sjónarhóli og ADHD samtökunum og halda fund í samkomuhúsinu með kennurum og foreldrum og að lokum er ráðgert að stofna stuðningshópa aðstandenda.   Félags- og skólaþjónustan, heilsugæslan og grunnskólarnir á Snæfellsnesi.

Stofnun mánaðarins

Í desember var gerð tilraun til að halda úti kafla um stofnun desembermánaðar. Það reyndist ekki skynsamlegt í auglýsingaflóði og önnum jólamánaðarins.   Tökum þá upp þráðinn þar sem frá var horfið og áhaldahús Grundarfjarðar verður stofnun janúarmánaðar.   

Þrettándabrennu enn frestað

Eins og kunnugt er þurfti að fresta þrettándabrennunni sökum veðurs á þrettándanum 6. janúar. Í gærkvöldi var stefnt að því að kveikja í brennunni, en veðurguðirnir voru ekki hliðhollir og margt fór öðruvísi en að var stefnt.  Skrúðganga með álfakóng og álfadrottningu í broddi fylkingar lagði af stað frá Fellaskjóli kl. 20.00 og gekk að brennustað í námunni við iðnaðarsvæðið.    

Glæsilegur árangur á íslandsmótinu.

Íþróttaárið í Grundarfirði byrjar vel. 3.fl karla er kominn í úrslit íslandsmótsins í knattspyrnu innanhúss. Strákarnir unnu þrjá leiki og gerðu eitt jafntefli. Þeir unnu lið Fjölnis, Grindavíkur og BÍ/Bolungavíkur en gerðu jafntefli við ÍR. Strákarnir spiluðu vel og sýndu mikinn baráttuhug í síðasta leiknum en hann urðu þeir að vinna til þess að vera öruggir áfram. Riðlakeppnin fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Bókamarkaður á bókasafninu

Bækur í bústaðinn og fríið. Aukabækur kosta 50-100 kr. Skiptibókamarkaður. Fullt af góðum bókum; ævisögur, skáldsögur úr sögusafni heimilanna, spennusögur og kiljur; Ævintýrabækurnar og Fimm bækurnar eftir Enid Blyton og fleiri og fleiri. Magnafsláttur.     Tilvalið í ódýran afmælispakka til afa og ömmu eða pabba og mömmu. Nú eða systur, bróður, vinar eða vinkonu. Alltaf opið frá kl. 15:00 virka daga.    

68. Stjórnarfundur

68. Stjórnarfundur Eyrbyggja 3. janúar 2006 kl. 20:00 að Dalvegi 2 í Kópavogi.   Viðstaddir: Hermann Jóhannesson, Ásthildur Kristjánsdóttir, Benedikt Gunnar Ívarsson, Guðlaugur Pálsson, Orri Árnason.   Dagskrá: 1. Hver er staðan á efnisöflun ? 2. Hver er staðan í fjármálum ? 3. Undirbúningur næsta aðalfundar. 4. Önnur mál.  

Æfingar byrja 3.janúar.

Gleðilegt ár og takk fyrir frábært íþróttaár. Af starfi félagsins er það helst að frétta að æfingar hefjast aftur 3. janúar. Íslandsmótin í fótbolta innanhúss fara fram nú í janúar og er einhver að frá okkur að spila nánast hverja helgi í janúar. Við höfum ekki fengið dagsetningu á héraðsmót HSH í fótbolta og frjálsum en vaninn er það sé fótboltamót í janúar og frjálsíþróttamót í febrúar.   Getraunastarfið er enn á fullu og verður Sögumiðstöðin áfram opin á laugardagsmorgnum. Hópleikurinn hefur tekist vel og eiga skipuleggjendur hans hrós skilið.   Stöðuna í leiknum getið þið séð hér fyrir neðan.  

453 fréttir og tilkynningar á bæjarvefnum 2005

Á nýliðnu ári voru 453 fréttir, þar af nokkrar tilkynningar með takmarkaðan líftíma, skrifaðar hér á vef Grundarfjarðarbæjar. Af þessum fréttum voru um 50 skrifaðar af Ungmennafélagi Grundarfjarðar. Þetta eru um 8,7 fréttir að meðaltali í hverri viku og hefur því verið skrifuð um 1,8 frétt á dag hvern virkan dag ársins. Innlit og umferð á bæjarvefnum jókst til muna á árinu 2005, frá fyrra ári. Notendum bæjarvefs er bent á að hægt er að senda fyrirspurnir beint í gegnum vefinn (neðst á forsíðu). Allar ábendingar um efni og útlit bæjarvefs eru vel þegnar.  

Viðurkenningar fyrir umgengni

Á síðasta virka degi ársins 30. desember 2005 var fimm fyrirtækjum í Grundarfirði veitt viðurkenning fyrir góða umgengni um fasteignir og umhverfi sitt. Það var skipulags- og byggingarfulltrúi sem sendi fyrirtækjunum viðurkenningar fyrir hönd umhverfisnefndar bæjarins.   Þessir aðilar eru: Farsæll hf., Sólvöllum 16 FISK Seafood hf., við Nesveg Grundarfjarðarhöfn Guðmundur Runólfsson hf. Sólvöllum 2 Soffanías Cecilsson hf., Borgarbraut 1  

Nýr Hringur SH til heimahafnar á gamlársdag

Fjöldi manns var mættur á stóru bryggjuna í Grundarfirði fyrir birtingu um kl. 10 á gamlársdagsmorgun þegar Hringur SH 153 nýtt togskip Guðmundar Runólfssonar hf. renndi upp að bryggjukantinum. Þar sem það var gamlársdagur þótti tilhlýðilegt að taka á móti því með flugeldasýningu.   Gunnar Kristjánsson fréttaritari Morgunblaðsins í Grundarfirði ritaði þessa frétt á mbl.is 31.12.2005.   Landfestar gerðar klárar við fyrstu komu í heimahöfn. Ljósm. Gunnar Kr.