- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
68. Stjórnarfundur Eyrbyggja 3. janúar 2006 kl. 20:00 að Dalvegi 2 í Kópavogi.
Viðstaddir: Hermann Jóhannesson, Ásthildur Kristjánsdóttir, Benedikt Gunnar Ívarsson, Guðlaugur Pálsson, Orri Árnason.
Dagskrá:
1. Hver er staðan á efnisöflun ?
2. Hver er staðan í fjármálum ?
3. Undirbúningur næsta aðalfundar.
4. Önnur mál.
1. Hver er staðan á efnisöflun:
Rætt var um stöðu á efnisöflun fyrir 7. bindi bókarinnar og farið yfir drög að efnisyfirliti.
Eftirfarandi kom fram:
Hugmyndir að nýju efni:
2. Hver er staðan í fjármálum ?
31.12. 2005 +196.788 (Allar skuldir greiddar).
3. Undirbúningur næsta aðalfundar
Samþykkt var að athuga hvort halda mætti fundinn á Grand Hótel
4. Önnur mál
Markmiðið er að selja meira en 200 bækur.
Hermann lagði fram tillögu um að fermingarbörn fái bókina gefins á hverju ári, og sú tillaga var samþykkt einróma fyrir þetta árið.
Ef Miðlun fær tilbúin lista með fleiri en 500 einstaklingum, þá er ekkert mál að hringja út og selja. Fram kom að við eigum nú þegar lista af brottfluttum einstaklingum þar sem fjöldinn er 457.
Vinna þarf að útfærslu fyrir næsta aðalfund. Útbúa þarf uppkast af lagabreytingu er þess þarf og gera uppkast að bréfi.
Fram kom tillaga um að senda út 3-400 bækur (bók + aðgöngumiði að sögumiðstöð) ásamt bréfi þar sem viðkomandi er boðið að gerast styrktarfélagi og með því að greiða þá samþykki hann að gerast slíkur félagi. Þannig myndast hópur áskrifenda að bókinni því þeir sem greiða fái sambærilega sendingu árið eftir. Engu að síður verður öllum áfram frjálst að vera í félaginu án þess að vera styrktarfélagar.
Fundir slitið kl. 10:45
Næsti fundur þ. 7. febrúar kl. 20:00 að Dalvegi 2 í Kópavogi.