Á síðasta virka degi ársins 30. desember 2005 var fimm fyrirtækjum í Grundarfirði veitt viðurkenning fyrir góða umgengni um fasteignir og umhverfi sitt. Það var skipulags- og byggingarfulltrúi sem sendi fyrirtækjunum viðurkenningar fyrir hönd umhverfisnefndar bæjarins.

 

Þessir aðilar eru:

Farsæll hf., Sólvöllum 16

FISK Seafood hf., við Nesveg

Grundarfjarðarhöfn

Guðmundur Runólfsson hf. Sólvöllum 2

Soffanías Cecilsson hf., Borgarbraut 1

 

Einungis var litið til fyrirtækja og stofnana, en ekki einstaklinga, sem margir hverjir ættu þó skilið klapp á bakið fyrir góða umhirðu. 

Forsvarsmönnum þessara aðila eru færðar þakkir fyrir sitt framlag til snyrtilegs bæjar.

Til upplýsingar fyrir þá lesendur sem minna þekkja til í Grundarfirði, má taka fram að öll fyrirtækin eru sjávarútvegsfyrirtæki og/eða útgerðarfyrirtæki. Starfsemi hafnarinnar þarfnast þó ekki skýringa.