Miðvikudagskvöldið 18. janúar 2006 tóku vinnuhópar til starfa við mótun fjölskyldustefnu. Rétt tæplega 50 manns voru mættir á vinnufundi í húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga, en fimm hópar fjalla um þarfir einstaklinganna í samfélaginu á mismunandi aldursskeiðum; 0-14, 14-20, 20-40, 40-60 ára og 60+. Ætlunin er að hóparnir eigi nokkra fundi og skili svo niðurstöðum á sameiginlegum fundi í lok febrúar. Þá taka stýrihópur og bæjarstjórn við og ljúka gerð fjölskyldustefnu.
Enn er tækifæri að taka þátt í starfi hópanna eða koma skilaboðum á framfæri inn í hópastarfið, með því að mæta á næsta fund eða hafa samband við hópstjóra. Næstu fundir þeirra eru sem hér segir: