|
Litla bryggja í morgun |
Um kl. 9:00 í morgun kom upp eldur í vélarrúmi í Þorvarði SH 129. Slökkvilið Grundarfjarðar sýndi skjót viðbrögð og var komið niður að höfn nokkrum mínútum eftir að brunalúður bæjarins fór í gang. Áhöfn skipsins hafði náð að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn svo betur fór en á horfðist.
|
Þorvarður SH 129, áhöfn og Slökkvilið Grundarfjarðar |