Þann 8. október n.k. verður gengið til kosninga um sameiningu fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Þau eru Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit.
Á kjörskrá í sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi eru samtals 2.677 íbúar, 1393 karlar og 1.284 konur.
Í Grundarfjarðarbæ eru 635 einstaklingar á kjörskrá, eða tæp 24% kjósenda, 338 karlar og 297 konur.