Grundarfjarðarbær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í visthópi/hópum undir merkjum Vistvernd í verki. Um er að ræða framkvæmd á markmiðum bæjarins í áætlun skv. Staðardagskrá 21.

Með þátttöku í verkefninu Vistvernd í verki lærist hvernig hægt er að taka upp vistvænni lífsstíl með ýmsum einföldum breytingum á daglegu lífi, án þess að dregið sé úr lífsgæðum.

Hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið á vefnum www.landvernd.is  Áhugasamir sendi inn línu á grundarfjordur@grundarfjordur.is en tekið skal fram að hóparnir starfa á eigin ábyrgð og frumkvæði.

Einnig er leitað eftir 1-2 áhugasömum einstaklingum sem bærinn býðst til að styrkja til að sækja leiðbeinendanámskeið á vegum Landverndar undir merkjum Vistvernd í verki. Bærinn borgar námskeiðskostnað en námskeiðið verður haldið í Reykjavík 14. og 15. október n.k