- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru 964 íbúar í Grundarfirði 1. október sl. Þann 1. desember í fyrra voru skráðir íbúar 938. Það sem af er árinu eru 7 börn fædd í Grundarfirði og eru því aðfluttir umfram brottflutta 19 manns. Heildarfjölgun á fyrstu níu mánuðum ársins er 26 íbúar.