- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Hópleikurinn hélt áfram þessa helgi og var laugardagurinn jafnframt síðasti dagurinn til að skrá sig í leikinn. Það eru því 11 hópar sem keppa til loka tímabilsins. Gaman er að skoða frá hvaða stöðum í bænum einstaklingarnir koma sem mynda hópana. Sjáum hér til gamans hvar einstaklingarnir búa.
49% þátttakenda búa við Grundarfgötu
14% búa við Sæból
13% búa við Eyrarveginn
5% við Ölkelduveg
5% við Hellnafell
5% við Borgarbraut og
9 % dreifast svo á aðrar götur.
Nöfn hópana eru misjöfn eins og gerist, en þó er eitt nafn sem hefur vakið mikla athygli í bænum, þ.e. Sætir. Er það einkum vegna þess hverjir eru í þessum hóp og finnst mörgum nafnið ekki passa við þá sem mynda hópinn. En hvað um það fólk má hafa sína skoðun á hlutunum, en það upplýsist hér að það eru þeir Eyþór Gæja og Addi þjálfari sem kalla sig þessu nafni í Hópleiknum.
Það sem vekur kannski mesta athygli er að hversu fáar konur taka þátt í leiknum, lítum aðeins á tölurnar hér fyrir neðan.
25% þátttakenda eru konur og 75% þátttakenda eru karlar
Þessi leikur er hugsaður fyrir alla sem skemmtun og keppni í bland. Þetta er ekki eingöngu karlaskemmtun eins og margir halda, heldur leikur fyrir alla sem hafa áhuga á fótbolta og gaman af öllum íþróttum. Leikurinn er byggður upp sem skemmtun og er ekki háður því hvort er tippað hjá íslenskum getraunum eða ekki. Hann er algjörlega óháður sölukerfi íslenskra getrauna.
Hér koma úrslit dagsins í leiknum og staðan eftir tvær umferðir.
Úrslit 1.okt. 2005
Hársport United 8
West-Pool 8
EÝ 1825 8
Bræðurnir 7
S.G. Hópurinn 7
Sætir 6
Feðgarnir 6
Frænkan 6
ESSO 6
F.C. Verktakar 5
Carragher 5
STAÐAN
EÝ 1825 16
S.G. Hópurinn 15
Hársport United 15
F.C. Verktakar 15
Bræðurnir 15
Feðgarnir 14
West-Pool 14
Sætir 14
Carragher 13
ESSO 12
Frænkan 12