Vinnuhópur/tillöguhópur, sem skipaður var af umhverfisnefnd, hefur gert tillögu að mótun Hönnugils, en það er gilið þar sem “Merkjalækur” rennur fram um, en þessi lækur er sagður vera á merkjum Hellnafells og Grafar.
Forsaga málsins er sú að umhverfisnefnd gerði á sínum tíma tillögu að því að móta þetta svæði sem útivistarsvæði og skildi ”tippa” þangað efni sem til félli í tengslum við ýmsar framkvæmdir í bænum. Bæjarráð Grundarfjarðar samþykkti þessa tillögu umhverfisnefndar á fundi sínum í maí sl., en óskaði að fá heildstæðar tillögur um skipulag þessa svæðis.