- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grunnskóli Grundarfjarðar fékk nýlega Comeniusarstyrk frá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, alls 18.000 evrur (1,5 millj. ísl.kr.). Comeniusarstyrkir eru veittir til þess að efla evrópskt skólasamstarf og styrkja tungumálaverkefni og skólaþróunarverkefni.
Skólinn sótti um styrk til samstarfsverkefnis milli skólans hér og skóla í Paimpol í Frakklandi þar sem mikil tengsl og samskipti hafa verið milli þessara staða. 9. bekkur tekur þátt í þessu verkefni. Undirbúningur er þegar hafinn og verður verkefnið unnið í vetur milli þessara skóla. Nemendur frá Paimpol koma í heimsókn til okkar í vor en 9. bekkur fer síðan út til Frakklands í byrjun júní.