Ásgeir Valdimarsson, formaður stjórnar Jeratúns ehf., Dagbjartur Harðarson ,,stjóri” á byggingarstað og Bjarni Árnason eftirlitsmaður spá í spilin.
Iðnaðarmenn eru nú í óða önn að ljúka við seinni hluta byggingar skólahúsnæðis fyrir Fjölbrautaskóla Snæfellinga, en byggingaraðili og eigandi hússins er Jeratún ehf., hlutafélag í eigu sveitarfélaganna á norðanverðu Snæfellsnesi. Starfsemi skólans hófst í lok ágúst, í hluta hússins, en nú er búið að opna á milli rýma og styttist í að húsnæðið verði allt tekið í notkun. Húsnæðið verður formlega vígt þann 7. janúar n.k. Meðfylgjandi myndir voru teknar í skólanum þriðjudaginn 7. desember sl. Sjá fleiri myndir hér.