- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Mynd: Sverrir Karlsson |
Starfsmenn Vegagerðarinnar unnu við það í morgun að rétta vegrið og taka til á nýju vegfyllingunni yfir Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Þar með lýkur vinnu við þverun fjarðarins og brúargerð en nýja leiðin styttir veginn milli Grundarfjarðar og Stykkishólms um 7 kílómetra. Næstkomandi mánudag 13. des. klukkan 15 mun samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, opna veginn fyrir umferð en formleg vígsla hans verður þó ekki fyrr en í vor.
Sótt á vef Skessuhorns, www.skessuhorn.is.