- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er stefnt að opnun nýs vegar yfir Kolgrafafjörð í byrjun desember. Verið er að ljúka vinnu við grjótvörn meðfram veginum. Á næstunni verður unnið að frágangi vegarins í báða enda og á uppfyllingunni sjálfri, en þar á eftir að laga veginn eftir þungaflutninga á grjóti undanfarið. Ekki er víst að bundið slitlag verði lagt yfir fjörðinn fyrr en næsta vor.