Eyrbyggjafréttir - hollvinasamtökin

Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar, slá hvergi slöku við og héldu sinn 40. stjórnarfund þann 4. febrúar sl. Stjórnin hittist mánaðarlega og um þessar mundir er hún á fullu við að skipuleggja og viða að sér efni í næsta hefti í ritröðinni ,,Fólkið, fjöllin, fjörðurinn” – safn til sögu Eyrarsveitar.  

Íbúðir eldri borgara

Hönnuðir íbúða fyrir eldri borgara eru að leggja lokahönd á hönnun og frágang teikninga. Verið er að ákveða gólfefni, liti og viðartegundir í innréttingum, fyrirkomulag tækja í eldhúsi og fleira í þeim dúr. Hönnuðir settu sér að vera búnir fyrir lok febrúar með allar teikningar en af hálfu bæjarins er ýtt á eftir að þeir ljúki vinnu sinni sem allra fyrst, til að unnt sé að koma útboði af stað.  

Yfirlýsing frá sveitastjórna á Snæfellsnesi um framhaldsskólann

Framhaldsskóli Snæfellinga - tímamótaákvörðun -   Yfirlýsing frá bæjarstjórnum Snæfellsbæjar, Grundarfjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar og hreppsnefnd Helgafellssveitar     Í dag var gefin út í menntamálaráðuneytinu yfirlýsing umaðhafinn verði undirbúningur að stofnun framhaldsskóla á norðanverðu Snæfellsnesi, sem hefji starfsemi haustið 2004.  

Tímamótaákvörðun

Framhaldsskóli Snæfellinga tekur til starfa haustið 2004   Það er svo sannarlega ástæða fyrir Snæfellinga að fagna í dag og hefur fáni verið dreginn að húni hjá helstu stofnunum bæjarins, en eftirfarandi fréttatilkynning kom frá Menntamálaráðuneytinu í morgun: 

40. Stjórnarfundur

40. stjórnarfundur Eyrbyggja 4. feb 2003  kl 20:00 í Perlunni í Reykjavík   Viðstaddir: Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Hermann Jóhannesson, Hrafnhildur Pálsdóttir, Orri Árnason.  

Flutningar

Samkvæmt samantekt skrifstofustjóra skiptu rétt rúmlega þrjátíu fasteignir í Grundarfjarðarbæ um eigendur á árinu 2002, þ.e. við kaup og sölu. Er það töluvert meira heldur en verið hafði um nokkurt skeið.  

Þorrablót

Í kvöld er komið að einum af hápunktunum í menningarlífi Grundfirðinga þegar þorrablót hjónaklúbbsins verður haldið í allri sinni árlegu dýrð, með tilheyrandi heimatilbúinni skemmtidagskrá.

Tvö útköll slökkviliðsins kl. 21:01

Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út tvisvar sinnum í dag, í fyrra skiptið kl. 9.01 að morgni og í seinna skiptið kl. 9.01 að kvöldi (eða kl. 21.01).  

Grunnskólinn; Olweus og annarpróf

Nú er að hefjast vinna hjá starfsfólki grunnskólans í nýju verkefni sem nefnist Olweuskerfið gegn einelti. Verkefnið er kennt við sænskan sálfræðing, Dan Olweus að nafni, sem starfað hefur í Noregi en þaðan er þetta verkefni komið. Megininntak verkefnisins er að skapa jákvæðan skólabrag og þannig umhverfi að einelti þrífist ekki.  

Íþróttadagur 8. - 10. bekkjar Grunnskólans

Nemendur 8. – 10. bekkjar Grunnskóla Grundarfjarðar höfðu það skemmtilegt í dag, þegar haldinn var í Stykkishólmi íþróttadagur unglingadeilda grunnskóla á Snæfellsnesi.