Samkvæmt samantekt skrifstofustjóra skiptu rétt rúmlega þrjátíu fasteignir í Grundarfjarðarbæ um eigendur á árinu 2002, þ.e. við kaup og sölu. Er það töluvert meira heldur en verið hafði um nokkurt skeið.

Afleiðing af þessum kaupum og sölum er m.a. sú að í dag, þann 1. febrúar, munu óvenju margir ,,flutningar” eiga sér stað, þ.e. að formleg eigendaskipti verða að þó nokkuð mörgum fasteignum í dag.

Reiknast mönnum til að þessir ,,fardagar” feli í sér að um 22-25 manns flytji búferlum á milli 9-11 fasteigna, sem hlýtur að teljast nokkuð óvenjulegt, en reyndar voru einhverjir úr þessum hópi byrjaðir eða búnir að flytja á allra síðustu dögum.

 

Íbúar eru hvattir til að breyta lögheimilisskráningu sinni og skrá sig á nýju heimilisföngin, en hægt er að fá eyðublöð Hagstofunnar á bæjarskrifstofunni, sem á skv. lögum að sjá um lögheimilisskráningar.