- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nú er að hefjast vinna hjá starfsfólki grunnskólans í nýju verkefni sem nefnist Olweuskerfið gegn einelti. Verkefnið er kennt við sænskan sálfræðing, Dan Olweus að nafni, sem starfað hefur í Noregi en þaðan er þetta verkefni komið.
Megininntak verkefnisins er að skapa jákvæðan skólabrag og þannig umhverfi að einelti þrífist ekki.
Allt starfsfólk skólans tekur þátt í þessari vinnu en hún stendur yfir í eitt og hálft ár. Undirbúningsvinna hefur verið í gangi síðan í nóvember en fjórir lykilmenn hafa verið skipaðir í skólanum til að stýra verkefninu. Um er að ræða þá aðila sem skipa eineltisteymi skólans þ.e. Hjördís Vilhjálmsdóttir, Unnur Birna Þórhallsdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir ásamt Ástu Ólafsdóttur sem er aðalstjórnandi verkefnisins. Aðrir kennarar hefja svo vinnu við verkefnið í byrjun febrúar og verður fundað hálfsmánaðarlega um efnið.
Allir grunnskólarnir á Snæfellsnesi taka þátt í þessu verkefni, en það var Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) sem hafði forgöngu um að koma verkefninu á framfæri og undirbúa það fyrir skólana á starfssvæði FSS.
Prófdagar - fyrirkomulag prófa
Nú eru próf annarrar annar hafin og með örlítið breyttu fyrirkomulagi. Erfitt er að finna farveg fyrir prófin svo öllum líki og sitt sýnist hverjum um hvað er best. Sumir vilja hafa tvö próf á dag og hafa prófdaga, aðrir vilja dreifa prófunum meira og hafa þau samhliða kennslu o.s.frv.
Á fyrstu önn voru tvö próf á dag í 3 prófdaga og önnur próf voru samhliða kennslu. Nú verður aðeins eitt próf á prófdögunum en öðrum dreift á þriggja vikna tímabil meðan á kennslu stendur. Eftir önnina verður síðan metið hvaða fyrirkomulag nemendum, kennurum og foreldrum þykir henta best.
Byggt á fréttum af heimasíðu Grunnskóla Grundarfjarðar;