- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
40. stjórnarfundur Eyrbyggja 4. feb 2003 kl 20:00 í Perlunni í Reykjavík
Viðstaddir: Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Hermann Jóhannesson, Hrafnhildur Pálsdóttir, Orri Árnason.
1. Jarðfræði í Eyrarsveit.
Haukur Jóhannesson jarðfræðingur ætlar að skrifa um jarðsögu Eyrarsveitar og Setbergsstöðvar en Setbergsstöð var megineldstöð eins og t.d. Snæfellsjökull og Krafla. Ætlunin er að greinin birtist í næstu bók.
2. Fjárveiting Fjárlaganefndar.
Fjárlaganefnd ríkisins hefur veitt Eyrbyggjum fjögurhundraðþúsund krónu styrk. Formaður nefndarinnar hefur beðið Eyrbyggja að skila inn umsókn fyrir næsta ár ekki síðar en 1. okt 2003.
3. Útgerð frá Grundarfirði.
Davíð Hansson Wíum hefur skrifað BA ritgerð í sagnfræði um útgerð frá Gundarfirði. Til stendur að birta greinina í heild sinni í næstu bók. Ritgerðin nefnist “ Gert út frá Grundarfirði, myndun sjávarþorps á 20. öld.”
4. Myndir Halldórs Péturssonar.
Verið er að vinna í því að finna gamlar myndir frá Grundarfirði eftir Halldór en þær gætu orðið skemmtilegt efni í bókina..
5. Manntalið 1703.
Kristján Guðmundsson hefur lofað að senda okkur í lok febrúar, til yfirlestrar, ritgerðina sem hann hefur verið að vinna úr manntalinu sem þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín gerðu árið 1703.
6. Ævisaga Sr. Jens Hjaltalín.
Jón Svanur Pétursson er að fara yfir ævisögu sr. Jens og gera hana tilbúna fyrir prentun. Ekki stendur til að hún birtist í næstu bók.
7. Skipulag Grundarfjarðar.
Orri og Gísli Karel hafa farið yfir skipulagsuppdrætti, allt frá árinu 1943, frá Grundarfirði. Þeir eru að kanna möguleika þess að útbúa efni sem gæti birst í bókum félagsins og/eða verið til sýningar á góðri stund í Grundarfirði.
8. Bóksala.
Leita verður nýrra leiða til að selja bækur Eyrbyggja í fleiri eintökum en tekist hefur síðustu ár. Ýmsar hugmyndir voru ræddar á fundinum en engin ákvörðun var tekin að svo stöddu. Lítið fé fæst af sölu bókanna en það gæti kippt grundvellinum undan frekari bókaútgáfu og heimildasöfnun á vegum félagsins.
9. Ljósmyndasýning.
Undirbúningur ljósmyndasýningar í Grundarfirði þann 7. feb, fyrir eldri íbúa er í fullum gangi. Tilgangur sýningarinnar er að nýta þekkingu eldri Grundfirðinga til að greina efni myndanna. Feðgarnir Elís Guðjónsson og Guðjón munu sjá um sýninguna í Grundarfirði. Ásgeir Þór Árnason og Sigurberg Árnason hafa tekið að sér að ná saman brottfluttum Grundfirðingum á sömu sýningu í Reykjavík.
10. Framhaldsskóli á Snæfellsnesi
Stjórn Eyrbyggja samþykkti að senda frá sér svohljóðandi ályktun: Stjórn Eyrbyggja skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir að framhaldsskóli verði stofnsettur á Snæfellsnesi. Ekki er bara um efnahagslegt misrétti gagnvart íbúum landsbyggðarinnar að ræða þegar foreldrar þurfa að senda börn sín annað í framhaldsskóla, heldur er það einnig og ekki síður mikil blóðtöka fyrir hvern bæ sem þarf að sjá á eftir lífsglaðasta fólkinu á hverju hausti þegar skólar byrja. Svo ekki sé talað um þá foreldra sem treysta sér ekki til annars en að flytjast búferlum þegar börn þeirra komast á framhaldsskólaaldur. Framhaldsskóli á Snæfellsnesi mun gera mannlíf líflegra og bæina enn þróttmeiri.
9. Næsti fundur.
Næsti fundur var ákveðinn kl. 20.00, þriðjudaginn 3. mars í Perlunni í Reykjavík.