- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Frá vinstri: Ólöf Guðrún og Brynjar Þór, Erna og Haukur Orri, Sigrún og Árni Stefán, Una Ýr og Steinunn Cecilía. |
Í dag var tekið á móti nýjum Grundfirðingum og þeim færðar gjafir. Hist var í Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju. Á þessu ári hafa fæðst níu börn en ýmsar ástæður urðu til þess að aðeins fjórar mæður gátu mættu með börnum sínum. Feðurnir voru fjarri góðu gamni því flestir þeirra eru sjómenn. Þetta skemmtilega verkefni er í tengslum við fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar og er samvinnuverkefni Grundarfjarðarbæjar, heilsugæslunnar, Leikskólans Sólvalla, Rauða krossins, Slysavarnadeildarinnar Snæbjargar og Grundarfjarðarkirkju.