Nýtt ár

Nýtt ár hefur hafið göngu sína með nýjum áskorunum. Á sviði sveitarstjórnarmála í Grundarfirði eru nokkur mikilvæg verkefni framundan. Þar má helst nefna að undnafarin misseri hafa staðið yfir viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur um samning um hitaveituvæðingu Grundarfjarðar sem gerður var við OR 2005. Eins og kunnugt er hefur OR hætt frekari leit að vatni en mikilvægt er að fá úr því skorið hvort leita eigi frekar að heitu vatni eða leita annarra leiða til húshitunar.  

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í hlutastörf í Grundarfjarðarbæ.

Viðfangsefni: ·       Félagslega heimaþjónusta ·       Liðveisla fatlaðs fólks   Umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf ásamt sakavottorði umsækjanda berist til skrifstofu FSS, Klettsbúð 4, 360  Snæfellsbæ eða á netfangið:  helga@fssf.is.   Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar   Forstöðumaður     

Bæjarstjórnarfundur

156. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu fimmtudaginn 10. janúar 2013, kl. 16:30.   Dagskrá: 

Hirðing á jólatrjám

Starfsmaður áhaldahúss mun sjá um að hirða jólatré eftir kl. 16 mánudaginn 7. janúar. Jólatrjám þarf að vera komið fyrir við lóðarmörk.   Hirðing mun einnig eiga sér stað síðar í vikunni. Ennfremur er bent á gám fyrir utan gámastöð sem er aðgengilegur allan sólarhringinn.    

Þrettándagleði í Grundarfirði sunnudaginn 6. janúar

Við  byrjum á að hittast kl. 16:30 við netaverkstæði G.Run. Opið verður í flugeldasölu klakks frá 15:00-17:30.   Klukkan 17:30 göngum við fylktu liði frá netaverkstæðinu að bílastæði við grunnskólann, þar taka á móti okkur ýmsar kynjaverur. Syngjum og dönsum saman. Heitt kakó, flugeldar og skemmtum. Fólk er hvatt til að koma með blys eða kyndla, vera í búningum við hæfi, virkja dans-og söngvöðva, skemmtum okkur saman.  

Góð gjöf

  Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir fékk 2. verðlaun í Stóru upplestrarkeppninni í 7 bekk veturinn 2011-2012. Keppnin fór fram í Ólafsvíkurkirkju í mars 2012. Hún kom á bókasafnið í sumar og færði bókasafninu að gjöf inneignarkort frá Eymundsson sem henni var fært sem viðurkenningu fyrir góðan upplestur.   Fyrir hönd Bókasafns Grundarfjarðar þakka ég góða gjöf og vona að þessar bækur komi okkur öllum að góðum notum.     Sunna. Bækurnar sem keyptar voru eru Hárið eftir Theodóru Mjöll og Frábært hár eftir Írisi Sveinsdóttur, Förðunarhandbókin útg. 2012 og Stelpur geta allt eftir Kristínu Tómasdóttur.     

Fundur bæjarfulltrúa með nemendum

Síðustu tvö ár hefur bæjarstjórn boðið grundfirskum nemendum sem stunda nám á háskólastigi eða verknám utan Grundarfjarðar, á óformlegan spjallfund í jólafríinu. Fundurinn í ár verður haldinn í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 27. desember, kl. 16.30.Tilgangur fundarins er að koma á samræðu milli nemenda og bæjarfulltrúa, heyra af því sem nemendur eru að fást við, ræða tækifæri og leyfa hugmyndum að kvikna. Að þessu sinni verður samræða í litlum hópum, nemar og bæjarfulltrúar í bland og síðan rætt sameiginlega um það sem kemur frá hópunum. Vonast er eftur að sjá sem flesta!   

Opnunartími bæjarskrifstofu um jólin

Yfir jól og áramót verður opnunartími bæjarskrifstofunnar sem hér segir:   24. desember - lokað 27. desember - opið kl. 10-14 28. desember - opið kl. 10-14 31. desember - lokað 2. janúar - lokað  

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 21. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl. 15.00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.   Skólameistari.   

Fjárhagsáætlun 2013

Á bæjarstjórnarfundi 13. desember var fjárhagsáætlun ársins 2013 samþykkt. Í bókun bæjarstjórnar á fundinum segir:   Í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar vegna ársins 2013 er lögð megináhersla á að lækka skuldir. Hlutfall skulda af tekjum er nú 212%, en á samkvæmt sveitarstjórnarlögum að vera að hámarki 150%. Á árinu er gert ráð fyrir að greiða skuldir niður um 60 millj. kr. umfram lántökur. Með þessu er áætlað að skuldahlutfall verði undir 200% við árslok 2013 en það fór hæst yfir 250% árin 2009 og 2010. Gerð hefur verið áætlun um að ná lögbundnu hámarki innan 10 ára eins og reglugerð kveður á um.