Jólabingó

Jólabingó, fyrir alla fjölskylduna, á vegum Félags eldri borgara er á morgun laugardag kl 15 í Samkomuhúsinu. Góðir vinningar. Spjaldið kostar kr. 600 og tvö spjöld fyrir 1.000.- Allir eru velkomnir  

íbúafundur um fjármál Grundarfjarðar

Á íbúafundi sl. þriðjudag var farið yfir fjárhagsmál sveitarfélagsins og úttekt sem gerð hefur verið á rekstrinum.   Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur sem vann skýrslu um fjármál sveitarfélagsins kynnti niðurstöður og samanburð við önnur sveitarfélög. Um 40 manns sóttu fundinn. Glærur Haraldar frá fundinum eru hér meðfylgjandi.   Glærur frá fundinum.  

Grunnskóli Grundarfjarðar

Litlu-jólin verða miðvikudaginn 19. desember. Kennt verður til 12:30 en litlu jólin hefjast kl. 14:00.Allir koma með lukkupakka á verðbilinu 500 – 700 kr. Boðið verður upp heitt kakó og nemendur mega koma með smákökur. Áætlað er að litlu-jólunum verði lokið um kl. 15:30. Heilsdagsskóli verður opinn til kl. 14:00 þennan dag.   Nemendur mæti í skólann á nýju ári föstudaginn 4. janúar kl. 8:00 og verður kennt samkvæmt stundaskrá.  

Úttekt á rekstri Grundarfjarðarbæjar

Á íbúafundi í gær, 11. desember, var kynnt úttekt Haraldar L. Haraldssonar á rekstri Grundarfjarðarbæjar.   Nálgast má skýrsluna hér að neðan og einnig undir flipanum Stjórnsýsla - fjármál.   Einnig er hér að finna viðbrögð Grundarfjarðarbæjar við tillögum Haraldar.   Úttekt á rekstri Grundarfjarðarbæjar. Viðbrögð við tillögum.

Bæjarstjórnarfundur

155. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu fimmtudaginn 13. desember 2012, kl. 16:30   Dagskrá fundarins: 

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar verða haldnir í sal FSN fimmtudaginn 13. desember n.k. klukkan 18:00.   Hlökkum til að sjá ykkur.  

Jóla karlakaffi.

Jólakarlakaffi síðasta karlakaffi fyrir jól verður á morgun þriðjudaginn 11.des í verkalýðsfélagshúsinu kl.14.00 eins og venjulega eru allir karlar velkomnir.    

Íbúafundur um fjárhagsmál sveitarfélagsins

Íbúafundur um fjárhagsmál sveitarfélagsins verður haldinn þriðjudaginn 11. desember nk. Fundurinn verður í samkomuhúsinu og hefst kl. 20.   Stærsta viðfangsefnið í rekstri Grundarfjarðarbæjar er að ná niður skuldum án þess að skerða grunnþjónustuna. Skuldir bæjarins eru talsvert yfir þeim hámörkum sem lög kveða á um og verður sveitarfélagið að leggja fram áætlun um hvernig eigi að lækka skuldirnar niður fyrir þetta hámark.   Haraldur L. Haraldsson, ráðgjafi, hefur unnið rekstrarúttekt fyrir Grundarfjarðarbæ og leggur til ýmsar aðgerðir. Á íbúafundinum mun Haraldur fjalla um niðurstöður sínar og greint verður frá aðgerðum bæjarstjórnar í kjölfarið.   Þetta er mál sem varðar okkur öll og mikilvægt að sem flestir íbúar mæti á fundinn.   Grundarfjarðarbær  

Frábær árangur hjá krökkunum í blaki

Blak-krakkarnir í 4.fl. fóru til Ísafjarðar 23.-25. nóvember til þess að taka þátt í öðrum hluta Íslandsmótsins.   Það voru 6 krakkar sem fóru og stóðu sig hreint frábærlega, unnu allar sínar hrynur, nema eina, sem gilda til Íslandsmótsins. Þau eru því efst á mótinu. Þau kepptu síðan við efri riðil stráka á minna móti sem haldið var samhliða Íslandsmótinu og höfnuðu þar í 3. sæti.  Þriðji og síðasti hluti Íslandsmótsins verður haldinn á Akureyri í apríl.    Krakkarnir þakka UMFG kærlega fyrir stuðninginn!   Fararstjórar og þjálfari þakka krökkunum fyrir frábæra helgi.

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar

Grundarfjarðarbær blés til ljósmyndasamkeppni í þriðja sinn í sumar og haust í þeim tilgangi að safna myndum til birtingar. Þema ársins í ár var „Fólkið í bænum.“ Þátttakendur voru níu talsins og sendu þeir inn 30 myndir. Tilkynnt var um niðurstöður á vali dómnefndar á bestum myndunum á aðventudegi kvenfélagsins Gleym mér ei sunnudaginn 2. desember síðastliðinn.   Fyrir fyrstu þrjú sætin voru veitt peningaverðlaun, 50. þús. kr. fyrir fyrsta sætið, 30. þús. kr. fyrir annað sætið og 20. þús. kr. fyrir það þriðja.   Bestu myndirnar áttu: 1.       sæti:  Tómas Freyr Kristjánsson 2.       sæti:  Salbjörg S. Nóadóttir 3.       sæti:  Sigríður Diljá Guðmundsdóttir