|
Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir fékk 2. verðlaun í Stóru upplestrarkeppninni í 7 bekk veturinn 2011-2012. Keppnin fór fram í Ólafsvíkurkirkju í mars 2012. Hún kom á bókasafnið í sumar og færði bókasafninu að gjöf inneignarkort frá Eymundsson sem henni var fært sem viðurkenningu fyrir góðan upplestur. Fyrir hönd Bókasafns Grundarfjarðar þakka ég góða gjöf og vona að þessar bækur komi okkur öllum að góðum notum. Sunna. | |
|
Bækurnar sem keyptar voru eru Hárið eftir Theodóru Mjöll og Frábært hár eftir Írisi Sveinsdóttur, Förðunarhandbókin útg. 2012 og Stelpur geta allt eftir Kristínu Tómasdóttur.