Síldin og Internetleysi

  Er einhver í fjölskyldunni Internetlaus? Á bókasafninu fæst hjálp við að sækja efni á vefinn til að fara með heim. Dæmi um grein hjá Hafró um síldina: Hafrannsóknir nr. 163 

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði mánudaginn 11. febrúar  n.k.   Tekið er á móti tímapöntunum á  Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350.    

Unga fólkið og Snæfellsnesið

Ertu á aldrinum 18-30 ára (ekki alveg heilagt samt) og ert af Snæfellsnesi eða tengist því? Ertu búsettur á höfuðborgarsvæðinu, við nám eða störf? Mánudaginn 4. febrúar nk. verður "hittingur" í Reykjavík með ungu fólki af Snæfellsnesi.     Fundurinn er haldinn í tengslum við verkefnið um Svæðisgarð Snæfellinga. Þar er horft til þess hvaða tækifæri við eigum á Snæfellsnesi og hvernig við getum unnið enn betur úr því sem svæðið býr yfir. Ekki síst er horft til þess hvernig ungt fólk geti nýtt sér tækifærin á svæðinu. Okkur langar að heyra í ykkur. Þess vegna bjóðum við í létt spjall mánudag 4. feb. kl. 17.30 - í Ármúla 32, 3.hæð (húsnæði Alta).  Sjá nánar á Facebook: http://www.facebook.com/events/487668274605783/   Hér má sjá afrakstur af svipuðum fundi sem haldinn var á Snæfellsnesi 28. des. sl.: http://svaedisgardur.is/frettir/52-ungt-folk-a-kynningar-og-spjallfundi.   Endilega látið þetta boð ganga til áhugasamra!    Stýrihópur svæðisgarðsverkefnis   

Samanburður á fasteignagjöldum

Nú þegar álagning fasteignagjalda ársins 2013 liggur fyrir er gagnlegt að skoða samanburð við gjöld annarra sveitarfélaga.   Í meðfylgjandi töflu eru fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis í 12 sveitarfélögum borin saman. Dæmi eru sett upp fyrir 8 fasteignir. Til að samanburður sé marktækur er notast við sama fasteignamat í öllum sveitarfélögum. Ljóst er að fasteignamat er misjafnt milli sveitarfélaga og samanburðurinn því birtur með þeim fyrirvara.  

Viðskipti við tengda aðila árið 2012

Á árinu 2012 keypti Grundarfjarðarbær vörur eða þjónustu af fyrirtækjum sem tengjast bæjarfulltrúum. Það er mikilvægt að upplýsingar um þessi viðskipti liggi ljósar fyrir og Grundarfjarðarbær vill vera í fararbroddi þeirra sveitarfélaga sem hafa opna stjórnsýslu að leiðarljósi.   Hér að neðan er listi yfir fyrirtækin sem um ræðir og heildarviðskipti á árinu 2012.

Laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa árið 2012

Grundarfjarðarbær leggur áherslu á gagnsæja stjórnsýslu og gott upplýsingastreymi til íbúa. Með það að markmiði hefur ráðningarsamningur bæjarstjóra verið birtur á heimasíðu bæjarins sem og upplýsingar um launakjör bæjarstjórnar og nefnda.   Grundarfjarðarbær telur mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um laun þessara aðila liggi fyrir. Í meðfylgjandi töflu eru sundurliðuð laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa vegna ársins 2012.   Laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa árið 2012 Ráðningarsamningur bæjarstjóra Launakjör bæjarfulltrúa og nefnda

Fasteignagjöld árið 2013

Álagningu fasteignagjalda ársins 2013 er lokið. Álagningarseðlar hafa verið póstlagðir til allra fasteignaeigenda. Jafnframt eru álagningarseðlar birtir á vefsíðunni www.island.is.   Gjalddagar eru tíu eins og var í fyrra. Greiðsluseðlar eru ekki sendir út nema til eldri borgara og fyrirtækja. Greiðsluseðlar eru birtir í heimabönkum og þar er hægt að prenta út greiðsluseðil. Eins og áður má einnig greiða fasteignagjöld með kreditkorti eða beingreiðslum af bankareikningum. Fyrsti gjalddagi er 1. febrúar og eindagi 30 dögum síðar.   Vatnsgjald er innheimt af Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirspurnum um vatnsgjald ber að beina til Orkuveitunnar í síma 516 6000 eða með tölvupósti á netfangið or@or.is.  

Þorrablót Hjónaklúbbsins

48. þorrablót Hjónaklúbbs Eyrarsveitar verður haldið í Samkomuhúsi Grundarfjarðar laugardaginn 2. febrúar 2013. Húsið opnar kl 19:00, borðhald hefst kl 20:00 og munu Ingó og Veðurguðirnir halda uppi fjörinu langt fram á nótt. Boðið verður upp á hefðbundinn þorramat frá Gæðakokkum Borgarnesi.  

Fyrirlestur á vegum SAFT.

Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga fimmtudaginn 24. janúar, klukkan 20:00.   Allir velkomnir. Sérstaklega foreldrar/forráðamenn nemenda á grunn- og framhaldsskólaaldri.   Internetið: Jákvæð og örugg notkun barna og unglinga. Fyrirlesari: Hafþór Barði Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur.   Fyrirlestur á vegum SAFT. Efnistök: Internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja og gera sér grein fyrir.   Til að foreldrar geti talað við börnin sín og leiðbeint þeim um öryggi og góða hegðun þurfa þeir að þekkja það umhverfi sem börnin eru í dags daglega. Leiðbeiningar um “umferðarreglur” á netinu eru því orðinn einskonar hluti af uppeldishlutverkinu. Fjallað verður um netið og nýmiðla og mikilvægi þeirra í lífi barna og unglinga.   

Sólarkaffi Átthagafélagsins

Sólarkaffi með pönnukökum og vöflum verður haldið sunnudaginn 27. janúar frá kl. 14.00 til 17.00 í Félagheimilinu Gullsmára 9 Kópavogi (sama stað og síðustu 2 ár). Fullorðnir 1.200 kr., 6 til 16 ára 500 kr og frítt fyrir yngstu börnin. Verðum með bækunar Fólkið, fjöllin, fjörðurinn til sölu. Posi á staðnum. Verið dugleg að deila og láta fjölskyldu og vini vita. Okkur þykir vænt um að þeir Grundfirðingar sem að búa í Grundarfiði láti sjá sig ef þeir eru í bæjarferð. Alltaf gaman að hittast með sól í hjarta og bros á vör. Nefndin