Markmið Hreyfiviku er að vekja athygli á því skipulagða starfi sem er til staðar í samfélaginu og hvetja fólk til að taka þátt í því. Meðal þess sem í boði verður hér eru opnar æfingar UMFG. Þá verða allir skipulagðir æfingatímar opnir og gefst börnum og fullorðnum tækifæri til þess að prufa ákveðna grein án endurgjalds.

 

Tökum þátt og finnum okkar hreyfingu.