- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skemmtiferðaskipið Amadea kom til Grundarfjarðar laugardaginn 16. maí en það er fyrsta skip sumarsins. Amadea var með um 600 farþega innanborðs og telur áhöfnin um 300 manns. Skipið hélt héðan áleiðis til Reykjavíkur á laugardagskvöldið. Skipið er fyrsta af um 30 skipum sem hafa boðað komu sína til Grundarfjarðar í sumar.